Starfsfólk í stjórnsýslustörfum

Stjórnsýslu-, þjónustu- og sérfræðistörf sem ekki er ráðið í á grundvelli akademísks hæfis eru metin til stiga samkvæmt starfs- og hæfnsimati.

Starfsfólki í stjórnsýslustörfum er raðað í launaflokka. Við röðun starfa samkvæmt starfsmati skal miða við að um sé að ræða viðvarandi/stöðugt verksvið. Því til viðbótar koma persónubundir þættir sem metnir eru í hæfnismati og ráðast af þeim einstaklingum sem gegna starfinu hverju sinni. Starfsmat er aðferð til að meta störf með kerfisbundnum hætti svo bera megi þau saman eftir sömu mælistiku.

Skýr starfslýsing er grunnforsenda starfsmats

Innihald og kröfur til starfsins er metið óháð einstaklingum sem gegnir starfinu hverju sinni. Tilgangurinn er að bera saman ólík störf til launa, gera launakerfið gagnsætt svo tryggja megi sömu laun fyrir sömu vinnu. Við starfsmatið bætist við hæfnismat starfsmannsins sem er persónubundið mat á starfsmanninum sjálfum og byggir á reynslu og menntun hans sjálfs. Stig úr starfs- og hæfnismati eru forsenda launaröðunar hjá starfsfólki í stjórnsýslu og þjónustustörfum hjá Félagi háskólakennara. Starfsmat er unnið af yfirmanni og fulltrúa starfsmannasviðs

Dæmi um starfsheiti háskólamenntaðra starfsmanna sem raðast í launaflokka á grundvelli starfs- og hæfnismats:

Deildarstjóri, fjármálastjóri, forstöðumaður (samkvæmt reglum viðkomandi akademísku stofnunar), framkvæmdastjóri, kynningarstjóri, lögfræðingur, námsráðgjafi, rannsóknastjóri, rekstrarstjóri, ritstjóri, starfsmannastjóri, sviðstjóri (sameiginleg stjórnsýsla), skrifstofustjóri, vefstjóri, verkefnastjóri.

Matsreglur launa starfsmanna í stjórnsýslu- og stoðþjónustu skiptast í þrennt: starfsmat, hæfnismat og ársmat

Skýr starfslýsing er grunnforsenda starfsmats

Starfsmat er aðferð til að meta störf með kerfisbundnum hætti svo bera megi þau saman eftir sömu mælistiku. Innihald og kröfur til starfsins er metið óháð einstaklingum sem gegnir starfinu hverju sinni. Tilgangurinn er að bera saman ólík störf til launa, gera launakerfið gagnsætt svo tryggja megi sömu laun fyrir sömu vinnu. Starfsmat er unnið af yfirmanni og fulltrúa starfsmannasviðs.

Við starfsmatið bætist við hæfnismat starfsmannsins sem er persónubundið mat á starfsmanninum sjálfum og byggir á reynslu og menntun hans sjálfs. Stig úr starfs- og hæfnismati eru forsenda launaröðunar hjá starfsfólki í stjórnsýslu og þjónustustörfum hjá Félagi háskólakennara.

  • Hæfnismat er persónubundið mat á umframþekkingu og menntun sem starfsmaður býr yfir og nýtist í starfinu.
  • Stig úr starfs- og hæfnismati eru forsenda launaröðunar hjá starfsfólki í stjórnsýslu og þjónustustörfum hjá Félagi háskólakennara.

Ársmat er mat á framlagi starfsmanns á liðnu ári metið til stiga og jafnframt kaupauka

  • Ársmat er tengt starfsmannasamtali og gefur stig til uppsöfnunar í starfsmati og jafnframt kaupauka.
  • Ársmat á eingöngu við um fastráðna starfsmenn sem ráðnir eru til eins árs eða meira við Háskóla Íslands og tengdar stofnanir sem eru í Félagi háskólakennara og ekki falla undir matskerfi kennara og sérfræðinga.
  • Ársmat fyrir tímabilið 1. júní - 31. maí 
  • Greitt er út á grundvelli matsins þann 1. september ár hvert.

Það þarf að sækja um ársmat, umsóknin er rafræn. Umsóknarfesturinn er til 10. maí ár hvert.

Umsókn um ársmat

Fylgigögnum þarf síðan að skila fyrir 1. júní og þau eru:

a) starfslýsing sem hefur verið uppfærð á tímabilinu, sendist inn á tölvutæku formi á netfangið: etho@hi.is
b) afrit af aftasta blaðinu úr starfsmannasamtalinu (tölulið 6 og 7, heiti eyðublaðs: Starfsmannasamtal starfsfólks í stjórnsýslu) þar sem mat á frammistöðu vetrarins er skráð, ásamt starfslýsingu uppfærðri á tímabilinu.

Í starfsmannasamtali er farið yfir unnin verkefni og frammistöðu síðastliðins árs, og markmið og verkefni næsta árs rædd.

  • Verklag ársmats var samþykkt í samráðsnefnd 14. apríl 2008.
  • Verklag ársmats hefur ekki verið lagt niður formlega en hefur ekki verið framkvæmt svona frá 2008.

Frammistaða er metin af yfirmanni og starfsmanni í sameiningu í starfsmannasamtalinu. Og þeir skulu báðir staðfesta matið með undirskrift sinni. bls. 2 á starfsmannasamtalseyðublöðunum. Það eyðublað sent inn til starfsmannasviðs fyrir 1. júní, ásamt uppfærðri starfslýsingu. Í stórum einingum þar sem stjórnendur eru margir er gert ráð fyrir að yfirmaður einingarinnar samræmi matið fyrir eininguna alla. Að lokum fer sérstök samræmingarnefnd yfir niðurstöðurnar og er niðurstaða hennar endanleg. Niðurstöður ársmats skulu sendar inn til starfsmannasviðs fyrir 1. júní.

Á grundvelli samkomulags vegna stofnasamnings HÍ við FH og KKHÍ með gildistöku 1. janúar 2009.
Bætast 7 stig vegna ársmats við starfs- og hæfnismat 1. september ár hvert.

Nánari upplýsingar:

  • Samráðsnefnd um kjaramál hefur fjallað um málið og samþykkt nýjar reglur um hæfnis- og ársmat í stjórnsýslu og þjónustustörfum. Samþykktin var gerð 14 apríl 2008.
  • Samkomulag vegna stofnanasamnings HÍ við Fh og KKHÍ frá 11.12.2008, með gildistöku 1. janúar 2009:.... liður d. Hvert ár í starfi gefur 7 ársmatsstig.

Starfsskylda og námsleyfi

Í kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra með gildistíma 1. apríl 2019 - 31. mars 2023 var samið um útfærslu vinnutímans:

Eftirfarandi útfærslur á breyttu skipulagi vinnutíma eru meðal annars mögulegar:

A. Dagleg stytting

  • Stytting á virkum vinnutíma sem nemur 13 mínútum á dag. (65 mínútur/5 dagar)
  • 35 mínútur í matartíma á dag.
  • Vinnutími frá 8-15:47. (Virkur vinnudagur á viku samtals 36 stundir).

B. Vikuleg stytting

  • Samanlögð stytting á virkum vinnutíma sem nemur 65 mínútum á viku. (65 mínútur/1 dagur).
  • 35 mínútur í matartíma á dag.
  • Vinnutími mánudaga til fimmtudaga kl. 8-16.
  • Vinnutími á föstudögum kl. 8-14:55. (Virkur vinnutími á viku samtals 36 stundir).

C. Stytting útfærð nánar á stofnun

  • Samanlögð stytting á virkum vinnutíma sem nemur 65 mínútum á viku (nánar útfært á stofnun).
  • 0-35 mínútur í matartíma á dag. (Allt að 2.55 á viku til útfærslu á stofnun).
  • Vinnutími mánudaga til föstudaga nánar útfærð á stofnun.
  • Vikuleg viðverustytting allt að (1.05 + 2.55) = 4. (Virkur vinnutími á viku samtals 36 stundir).

Hér má kynna sér nánar útfærslu á vinnutíma.

 

Grein 10.1.2 í kjarasamningi, endurmenntun, framhaldsnám:

Starfsmaður sem unnið hefur í 4 ár hjá sömu stofnun á rétt á leyfi til að stunda endurmenntunar/framhaldsnám enda sé það í samræmi við endurmenntunar/starfsþróunaráætlun viðkomandi stofnunar eða starfsmanns sé hún til staðar. Í leyfinu skal starfsmaður halda reglubundnum launum sbr. skilgreiningu í gr. 12.2.6 í kjarasamningi. Starfsmaður ávinnur sér tveggja vikna leyfi á hverju ári. Þó getur uppsafnaður réttur aldrei orðið meiri en 6 mánuðir og greiðist ekki út við starfslok. Heimilt er að veita skemmri eða lengri námsleyfi á skemmra eða lengra árabil. Heimilt er að greiða ferða- og dvalarkostnað samkvæmt 5. kafla kjarasamningsins.

  • Umsóknarfrestur er til 1. nóvember fyrir leyfi sem áætlað er á næsta almanaksári.

Umsókn um leyfi frá störfum til að stunda nám eða starfs- og endurmenntun skal skilað til starfsmannasviðs (ásamt afriti til Félags háskólakennara). Sviðið metur m.a. fjölda vikna sem starfsmaður hefur áunnið sér til námsleyfis og forsendur starfseiningarinnar til að leyfa starfsmanni að fara í námsleyfi (sjá nánar í reglum um námsleyfi).

Reglur um námsleyfi (október 2017):

Sé niðurstaða þessa mats jákvæð skilar starfsmaður umsókn sinni ásamt umsögn starfsmannasviðs til yfirmanns viðkomandi stjórnunareiningar eða formanns stjórnar stofnunar eftir því sem við á. 

Sáttmálasjóður veitir ferðastyrk

Sjá reglur SFH

Sjá einnig starfsmenntunarsjóð BHM