Rannsóknamisseri

Í grein 10.1.3 í kjarasamning félagsins kemur fram að háskólaráði sé heimilt að lækka eða fella niður kennslu- og stjórnunarskyldu háskólakennara 1 eða 2 misseri í senn til þess að gera honum kleift að verja auknum hluta vinnutíma síns til rannsóknastarfa. Einungis akademískir starfsmenn geta sótt um rannsóknamisseri.

Frestur til að sækja um rannsóknamisseri er 15. september ár hvert, fyrir bæði komandi haustmisseri árið á eftir og vormisseris í kjölfarið.

Kennslu- og stjórnunarskylda á starfstíma kennarans að meðtöldum leyfistímanum verði að jafnaði eigi lægri en 50% en háskólaráði er þó heimilt að víkja frá þessu skilyrði þegar sérstaklega stendur á. Háskólaráð ákveður ferða- og dvalarkostnaði í samræmi við 5. kafla. Stofnunum er heimilt að veita sérfræðingum samsvarandi rannóknarleyfi 1 eða 2 misseri í senn til viðhlads sérmenntunar eða til rannsóknarstarfa á sömu kjörum.

Viðauki I með stofnanasamningi frá 7. apríl 2006:

Háskólaráði er heimilt að veita 4 aðjunktum rannsóknamisseri á ári hverju. Við ákvörðun skal miða við að kennt hafi verið í 7 misseri við Háskóla Íslands á föstum launum og að starfshlutfall hafi numið að meðaltali minnst 75%. Við útreikning má taka mið af starfstíma kennarans við Háskóla Íslands allt að 10 ár aftur í tímann. Í rannsóknamisseri skal aðjunkt halda launum í samræmi við starfshlutfall að meðaltali á undangengnum 7 misserum og fá greidda þjálfunardagpeninga samkvæmt sömu reglum og gilda um aðra háskólakennara. Hafi aðjunkt ekki getað uppfyllt vinnuskyldu sína vegna veikinda eða barnsburðarleyfis hefur það ekki áhrif á heimild hans til rannsóknamisseris. Aðjunkt skal á sama hátt og lektorar og dósentar leggja fram skýrslu um stöðu þeirra rannsókna sem hann hefur unnið að og starfsáætlun fyrir tímabilið. Háskólaráð heimilar rannsóknamisserið að undangengnu mati á framlögðum gögnum.

Heimild til rannsóknamisseris er ekki veitt nema kennari hafi sinnt að fullu kennslu- og stjórnunarskyldu undangengin sex misseri eða sex ár eftir því hvort sótt er um eitt eða tvö rannsóknamisseri. Ekki er heimilt að telja með misseri lengra aftur en frá síðast tekna rannsóknamisseri.

Aðjúnktar skulu hafa kennt sjö misseri og starfshlutfall hafi numið að meðaltali 75%. Aðjunktar 1 sem er í >50% starfi geta unnið sér heimild til rannsóknamisseris eins og aðrar fastir kennara skólans. Afgreiðsla rannsóknamissera hjá aðjunktum er úti á fræðasviðum líkt og hjá öðrum kennurum.  Þeir þurfa að uppfylla sömu skilyrði eins og aðrir með þeirri bretytingu þó að aflstigaþröskuldur hjá aðjunktaum er 10*48/65=7,4 stig þar sem kennsluskylda þeirra er 65% í stað 48%.

Til að eiga kost á rannsóknamisseri gilda reglur háskólaráðs um rannsóknamisseri en kennari þarf að hafa 10 rannsóknastig að meðaltali sl. þrjú eða fimm ár (eftir því sem hagstæðara er fyrir kennarann) úr völdum flokkum matskerfis opinberra háskóla (aflstig).

  • Kennari verður að hafa skilað rannsóknaskýrslum árlega.
  • Ef kennari hefur farið í rannsóknamisseri áður þarf að liggja fyrir skýrsla um það.

Forsetar fræðasviða geta þó heimilað frávik frá reglunum í sérstökum undantekningar tilvikum.

Kennari sem fer til rannsóknamisseris skal hafa í huga að tryggt verði að kennsla fari fram með eðlilegum hætti í skyldunámskeiðum.

  • Umsókn er skilað til umsjónaaðila á fræðasviði innan auglýsts frests.
  • Fjallað er um umsóknir í viðkomandi deild.
  • Ákvörðun um veitingu misseris og farareyris er tekin á fræðasviði.
  • Umsækjendum er svarað innan 6 vikna frá lokum umsóknarfrests.
  • Ef umsækjandi þarf að fresta töku rannsóknarmisseris þarf að sækja um að nýju.
  • Greiðsla farareyris fer fram á Fjárreiðusviði hjá Birnu Björnsdóttur, birnabjo@hi.is
  • Að ferð lokinni skal skila brottfararspjöldum til Fjárreiðusviðs fyrir uppgjör.
  • Skýrslu um rannsóknarmisseri er skilað til umsjónaraðila á fræðasviði innan tveggja mánaða eftir að rannsóknarmisseri lýkur. 

Umsóknareyðublað
Ferða- og dagpengingar
Tryggingar
Gátlisti