Framgangskerfi akademísks starfsfólks

Markmið framgangskerfis Háskóla Íslands er að hvetja akademískt starfsfólk til virkni og árangurs í starfi og auka með því gæði kennslu og rannsókna við Háskóla Íslands. Framgangur byggir á faglegu mati á frammistöðu og árangri í rannsóknum, kennslu, stjórnun og þjónustu í þágu Háskóla Íslands.

  • Umsækjandi aflar sér upplýsinga um stig sín hjá Vísinda- nýsköpunarsviði fyrir 1. október.
  • Sótt er um framgang til Vísinda- nýsköpunarsviðs (bmz@hi.is) fyrir 1. nóvember.
    Vísinda- og nýsköpunarsvið sendir Forseta fræðasviðs umsókn, umsóknargögn og greinargerð til skoðunar.
  • Dómnefnd fræðasviðs metur umsókn og gefur Framgangsnefnd Háskóla Íslands álit um hvort veita skuli framgang, fyrir 1. maí. Áður en dómnefndarálit og önnur gögn eru send Framgangsnefnd fá umsækjendur 7 daga frest til andmæla.
  • Framgangsnefnd Háskóla Íslands gerir tillögu til rektors um hvort veita beri framgang, fyrir 1. júní.
  • Rektor tilkynnir umsækjendum bréflega um framgang.
  • Framgangur er veittur 1. júlí ár hvert. Nýr launaflokkur miðast einnig við þá dagsetningu.

Nánar um verkferill framgangs akademísks starfsfólks.

Reglur um framgang akademísks starfsfólks nr. 1300/2020

Í reglum þessum er kveðið á um skilyrði þess að umsóknir um framgang verði teknar til meðferðar og lágmarksskilyrði þess að hljóta framgang í akademísku starfi. Deildir geta, með samþykki fræðasviðs, skilgreint frekari skilyrði en fram koma í reglum þessum sem leggja ber til grundvallar við mat á umsóknum um framgang. Fræðasvið geta einnig ákveðið að slíkar reglur skuli gilda um allar deildir fræðasviðsins. Viðkomandi fræðasvið skal leggja reglur fræðasviðs og deilda fyrir háskólaráð til staðfestingar.

Reglur um ótímabunda ráðningar akademísks starfsfólks nr. 1301/2020

Reglur þessar gilda um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands sbr. 1. og 4. mgr. 17. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og III. kafla reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Ótímabundin ráðning að lokinni tímabundinni ráðningu byggir á heildstæðu faglegu mati á frammistöðu og árangri akademísks starfsmanns í rannsóknum, kennslu, stjórnun og þjónustu í þágu Háskóla Íslands og samfélagsins.

Umsóknargögn skulu send inn á rafrænu formi. Sé það ekki mögulegt skal senda tvö eintök af viðeigandi gögnum.

Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru:

  • Rita- og starfsferilsskrá
  • Umsækjandi skal tilgreina þau ritverk, allt að átta talsins, sem hann telur veigamest. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk með umsókn.
  • Greinargerð um þau störf umsækjanda á sviði rannsókna, kennslu, stjórnunar og þjónustu sem hann telur veigamest með tilliti til umsóknar sinnar um framgang, auk umfjöllunar um áform í rannsóknum og kennslu.
  • Kennsluferilsskrá, þar sem m.a. er gerð grein fyrir kennslureynslu, leiðbeiningarreynslu, nýsköpun í kennslu, kennsluháttum og þróun kennsluefnis.
  • Tilnefning umsækjanda á a.m.k. fjórum utanaðkomandi sérfræðingum sem veitt geta umsögn um verk hans/hennar. Sérfræðingarnir skulu vera viðurkenndir vísindamenn á sínu sviði og starfa utan Háskóla Íslands. Ætlast er til að sérfræðingarnir þekki til verka umsækjanda án þess þó að hafa verið nánir samstarfsmenn hans/hennar. Umsækjandi skal afla samþykkis sérfræðinga fyrir umsögn verði til þeirra leitað.

Í reglum um framgang eru gerðar kröfur um lágmarksstig úr tilteknum flokkum matskerfisins.

Þeir sem hyggjast sækja um framgang eru hvattir til að afla sér upplýsinga um stig frá Vísinda- og nýsköpunarsviði hjá Baldvini Zarioh, bmz@hi.is.

Skilgreining á aflstigum.